English

Vildspor

Ossy (Nikolaj Coster-Waldau) ætlaði að lifa ljúfu og áhættusömu lífi í Tælandi. En lífið þar missti aðdráttarafl sitt við að æskuvinur hans, Jimmy (Mads Mikkelsen), stakk af og fór alla leið til Íslands þar sem hann sneri baki við fyrra líferni og hefur fest rætur; er kominn með eiginkonu (Pálína Jónsdóttir), barn og fasta vinnu.

Nokkur ár líða áður en Ossy heimsækir Jimmy til Íslands. Ossy ber með sér leyndarmál og Jimmy er sá eini sem hann getur trúað fyrir því. En Jimmy vill ekki að kona sín heyri sögur úr fortíðinni og ætlar að reka Ossy út. Ossy vill hins vegar ekki láta sig hverfa nema Jimmy hjálpi sér að koma á smáviðskiptum svo hann eigi peninga fyrir flugfarinu heim til Tælands. Jimmy fellst á þetta og hefur uppi á vini sínum úr undirheimunum, Stefáni (Egill Ólafsson).

Viðskiptin ganga í gegn og allt virðist í lagi, en Ossy er ekki allur þar sem hann er séður og vill hefna sín á Jimmy og fjölskyldu hans. Þegar Jimmy kveður Ossy, veit hann ekki betur en allt sé í lagi og að vinurinn sé á leið til Tælands. En Ossy fór ekki neitt; hann tók hliðarspor og hafnar uppi í óbyggðum, illa á sig kominn. En einmitt þegar neyð Ossys er mest, hittir hann íslensku stúlkuna Jónu og kærleikur hennar gefur honum kjark til að horfast í augu við það sem hann á framundan. Jimmy þarf hins vegar að horfast í augu við fortíð sína eigi hann að geta bjargað fjölskyldu sinni.

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  7. ágúst, 1998
 • Tegund
  Drama
 • Tungumál
  Íslenska, Danska, Enska
 • Titill
  Vildspor
 • Alþjóðlegur titill
  Vildspor
 • Framleiðsluár
  1998
 • Framleiðslulönd
  Ísland, Danmörk
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 1999
  Robert Festival - Verðlaun: Tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki (Nikolaj Coster-Waldau) og bestu tónlist (Hilmar Örn Hilmarsson).
 • 1999
  Salerno International Film Festival - Verðlaun: Tilnefnd til fyrstu verðlauna.