English

Tyrkjaránið

1. þáttur, Náðarkjör, rekur atburðarásina á Íslandi sumarið 1627, í Grindavík, á Bessastöðum, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Heimamenn taka þátt í að segja söguna – Guðbergur Bergsson í Grindavík, austfirskir sagnamenn sem segja þjóðsögur, skólabörn í Vestmannaeyjum o.fl.

2. þáttur, Fegurð þjáningarinnar, greinir frá herleiðingunni til Norður-Afríku, sagt er frá Guðríði Símonardóttur og Ólafi Egilssyni og honum fylgt eftir á heimleið gegnum Evrópu, staldrað er við hlutverk Danakonungs og rakin harmsaga útkaupamanns sem keypti Íslendingum frelsi. Ennfremur eru gefin sýnishorn af listsköpun sem orðið hefur til út frá Tyrkjaráninu.

3. þáttur, Morðengill sá, beinir athyglinni að ránsmönnunum og bakgrunni þeirra, einkum foringjanum sem var hollenskur að uppruna. Slóð hans er rakin í ýmsum löndum og spurt spurninga um sekt og sakleysi, trú og tíðaranda.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Tyrkjaránið
  • Alþjóðlegur titill
    Atlantic Jihad
  • Framleiðsluár
    2002
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Fjöldi þátta í seríu
    3
  • KMÍ styrkur
    Nei

Þátttaka á hátíðum

  • 2012
    Humanity Explored, San Francisco USA
  • 2003
    FIPA
  • 2003
    Xiamen Film Festival in China
  • 2002
    Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem besta heimildamynd