Leitarskilyrði

Búbbarnir
Búbbarnir

Búbbarnir

Búbbarnir eru fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem státar eingöngu af brúðum í öllum hlutverkum. Búbbarnir eru alíslenskir skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna. Þættirnir gerast á Búbbastöðinni, eða nánar tiltekið NBS – Nýju Búbbastöðinni. Þar ræður hinn dularfulli Brandon ríkjum en þetta rótgróna fjölskyldufyrirtæki erfði hann frá föður sínum. Starfsmenn stöðvarinnar eru margir og æði litríkir – eins og gerist og gengur á öllum alvöru fjölmiðlum – og uppákomurnar eru eftir því skrautlegar í meira lagi.

Söguþráður

Þættirnir byggjast upp á stuttum atriðum, þar sem aðalsmerkið eru íslenskir orðaleikir, fimmaurabrandarar og hreinræktaður aulahúmor. Einnig er mikið sungið á Búbbastöðinni og þá er oftar en ekki snúið rækilega út úr íslenskum dægurlummum sem við öll þekkjum vel.

Um myndina

 • Flokkur: Leikið sjónvarpsefni
 • Frumsýnd: 25. ágúst, 2006
 • Tegund: Gaman
 • Lengd: 73 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Búbbarnir
 • Alþjóðlegur titill: Bubbarnir
 • Framleiðsluár: 2006
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Frumsýningarstöð: Stöð 2
 • Fjöldi þátta í seríu: 21
 • IMDB: Búbbarnir
 • KMÍ styrkur: Nei
 • Litur: Já

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki


Þetta vefsvæði byggir á Eplica