Leitarskilyrði

Sjáumst með Silvíu Nótt
Sjáumst með Silvíu Nótt

Sjáumst með Silvíu Nótt

Sjáumst með Silvíu Nótt fylgir eftir persónu sem er nokkurs konar háðsádeila (satíra) á þá staðalímynd sem stundum er kölluð gelgja og einkennist af frekju, hroka, kækjum, eigingirni, málspjöllum og þjarki. Silvía Nótt tekur í þáttunum viðtöl við ýmsa þekkta einstaklinga og spyr oftast dónalegra og nærgöngulla spurninga en viðtalið endar oft á umræðu sem snýst um Silvíu sjálfa. Einnig gerir hún sér upp sambönd við frægt fólk og talar opinskátt um það til að upphefja sjálfa sig.
Þá er einnig fylgst með þátttöku Silvíu Nætur í Júróvision fyrir Íslands hönd.

Söguþráður

Silvía Nótt byggir á hugmyndinni um fávísa spyrilinn (sbr. Ali G. og Johnny Naz) sem læst vera heimskur og nýtir sér sókratíska kaldhæðni til að draga fram veikleika í afstöðu viðmælandans. Það sem einkennir Silvíu Nótt er þó fremur takmarkalítil sjálfhverfa þar sem viðfangsefni ádeilunnar er íslenska stjörnukerfið og fjölmiðlar. Viðmælandinn verður þannig nokkurs konar leikmunur í sýningu sem snýst um þáttarstjórnandann sjálfan, fremur en að afstaða hans eða verk skipti nokkru máli.

Um myndina

  • Flokkur: Leikið sjónvarpsefni
  • Tungumál: Íslenska
  • Titill: Sjáumst með Silvíu Nótt
  • Alþjóðlegur titill: Silvia Night Show, The
  • Framleiðsluár: 2005
  • Framleiðslulönd: Ísland
  • IMDB: Sjáumst með Silvíu Nótt
  • KMÍ styrkur: Nei

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Þátttaka á hátíðum

  • Edda Awards, 2005 - Verðlaun: Besti skemmtiþáttur ársins

Þetta vefsvæði byggir á Eplica