English

Jón Oddur & Jón Bjarni

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir - og jafnvel óþekkir - en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af „unglingaveikinni“ og Magga litla systir sem á í mesta basli með koppinn sinn. Soffía ráðskona er einnig ómissandi hluti fjölskyldunnar en hún gætir drengjanna meðan foreldrarnir eru í vinnunni. En þótt þeir bræður séu svo lánsamir að eiga góða fjölskyldu eru það ekki allir. Jói hrekkjusvín sem býr á hæðinni fyrir neðan er ekki öfundsverður þegar móðir hans er að skammast og rífast í honum. Kannski væri hann ekki svona mikið hrekkjusvín ef hann hefði fengið öðruvísi uppeldi. Margar skemmtilegar persónur koma einnig við sögu, svo sem Lárus sem er vinur tvíburanna, Selma systir hans og margar fleiri.

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    26. desember, 1981, Háskólabíó
  • Tegund
    Fjölskyldu- og barnamynd, Gaman
  • Lengd
    95 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Jón Oddur & Jón Bjarni
  • Alþjóðlegur titill
    Twins, The
  • Framleiðsluár
    1981
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Byggt á
    Skáldsögu
  • Titill upphafsverks
    Jón Oddur og Jón Bjarni; Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna; Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.66:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Stereo
  • Sýningarform og textar
    Ekki til sýningarhæft eintak.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 1982
    Giffoni Film Festival - Verðlaun: Silver Award
  • 1982
    Nordische Filmtage, Lübeck
  • 1982
    Norræna barna- og unglingahátíðin í Honaholmen, Finnlandi
  • 1982
    Alþjóðlega barna- og unglingamyndahátíðin í Vancouver, Canada

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1985
  • Ísland
    RÚV, 1986
  • Ísland
    RÚV, 1991
  • Ísland
    RÚV, 1994
  • Ísland
    Stöð 2, 2000
  • Ísland
    Stöð 2, 2001
  • Ísland
    Stöð 2, 2003

Sýningar í kvikmyndahúsum

  • Ísland
    Háskólabíó, 1981
  • Ísland
    Borgarbíó Akureyri, 1981
  • Ísland
    Háskólabíó, 1982
  • Ísland
    Nýja Bíó Keflavík, 1982
  • Ísland
    Nýja Bíó Grindavík, 1982
  • Ísland
    Bíóhöllin Akranesi, 1982
  • Ísland
    Borgarnesbíó, 1982
  • Ísland
    Sauðárkróksbíó, 1982
  • Ísland
    Blöndósbíó, 1982
  • Ísland
    Húsavíkurbíó, 1982
  • Ísland
    Tjarnarborg Ólafsfirði, 1982
  • Ísland
    Bíóið Vestmannaeyjum, 1982
  • Ísland
    Selfossbíó, 1982
  • Ísland
    Nýja Bíó Siglufirði, 1982
  • Ísland
    Regnboginn, 1982
  • Danmörk
    , 1982
  • Kanada
    , 1983
  • Ísland
    Regnboginn, 1983
  • Þýskaland
    , 1984
  • Ísland
    Regnboginn, 1984
  • Holland
    , 1984
  • Ísland
    Borgarbíó Akureyri, 1988
  • Ísland
    Bæjarbíó Hafnarfirði, 2004

Útgáfur

  • Sena, 2005 - DVD
  • Nýtt Líf ehf., 1994 - VHS
  • Bergvík, 1992 - VHS