English

Andlit norðursins

Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari hefur undanfarinn aldarfjórðung myndað menn og náttúru á norðurslóðum. Hann gerir sér ljóst að umhverfi þessa fólks er á hverfanda hveli, bæði af völdum almennrar nútímavæðingar en einnig af völdum loftslagsbreytinga. Fyrir honum vakir að festa fólk og lífshætti þess á filmu, áður en það verður of seint. Til þess verður hann að ávinna sér traust þeirra, verða einn af þeim, læra að komast af í aðstæðum sem eiga fátt skylt með þægindum nútímans. Aðeins þannig ávinnur hann sér rétt til að komast að þessu fólki, heyra sögur þess og fá að mynda það í umhverfi sínu.

Ragnar, einn færasti ljósmyndari okkar, hefur varið megninu af starfsævi sinni í ástríðufulla skrásetningu á þessum hulda heimi ævintýra og dularmagnar sem stendur okkur svo nærri, en er um leið svo órafjarri.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    19. ágúst, 2011, Bíó Paradís
  • Frumsýnd erlendis
    5. september, 2011, BBC Four - Storyville
  • Lengd
    90 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska, Danska, Grænlenska
  • Titill
    Andlit norðursins
  • Alþjóðlegur titill
    Last Days of the Arctic
  • Framleiðsluár
    2011
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Þýskaland, Bandaríkin, Bretland, Holland
  • Frumsýningarstöð
    BBC Four
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HD
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    Blu Ray með enskum texta

Leikarar

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Mirgorod Film Festival, Poltava, Úkraína
  • 2014
    Icelandic Film Festival, Nuuk
  • 2012
    Thessaloniki International Film Festival, Greece
  • 2012
    4 Steps into the Great North - Icelandic Days, Rome, Italy
  • 2011
    Sheffield Doc/Fest - Verðlaun: Í keppni um Sheffield Green verðlaunin.

Sýningar í sjónvarpi

  • England
    BBC Four, 2011
  • Ísland
    RÚV, 2011

Sýningar í kvikmyndahúsum

  • Ísland
    Bíó Paradís, 2011