English

Dark Floors

Sarah er einhverf. Pabbi hennar telur að meðferðin sem hún fær á spítalanum sé ekki nægilega góð og ákveður að taka hana heim hið snarasta. Heimförin gengur ekki betur en svo að lyftan bilar og þau festast með hópi fólks á milli hæða. Þeim bregður heldur betur í brún þegar þau losna loks úr lyftunni. Það er eins og spítalinn hafi verið tæmdur og hvergi er nokkra hræðu að sjá. Þegar þau rekast á aflimuð lík, hér og þar, er nokkuð ljóst að fámennur hópurinn þarf að berjast fyrir því að halda lífi. Skuggaleg skrímsli leggja til atlögu og sumir í hópnum verða fullvissir um að Sarah hafi eitthvað með það að gera.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Tegund
    Hryllingsmynd
  • Lengd
    85 mín.
  • Tungumál
    Enska
  • Titill
    Dark Floors
  • Alþjóðlegur titill
    Dark Floors
  • Framleiðsluár
    2008
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Finnland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    16mm
  • Myndsnið
    2.35:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Digital

Fyrirtæki