Leitarskilyrði

Veggfóður: Erótísk ástarsaga
Veggfóður: Erótísk ástarsaga

Veggfóður: Erótísk ástarsaga

Myndin fjallar um viðburðaríka daga og nætur í lífi tveggja vina, Lass og Sveppa. Báðir eru þeir að gera hosur sínar grænar fyrir sömu stúlkunni.

Söguþráður

Sól er sveitastelpa sem kemur til Reykjavíkur til að láta drauma sína rætast. Hana langar til að læra að syngja og fær vinnu á skemmtistaðnum Rjómanum til að framfleyta sér. Sveppi er dólgslegur maður sem rekur staðinn. Hann reynir þó að sýna sínar bestu hliðar til að komast í buxurnar hjá Sól. Besti vinur Sveppa er listmálarinn Lass. Sveppi tekur eftir að hann er hrifinn af Sól og veðjar við hann hvor verði fyrri til að sofa hjá henni. Sóðabælið Reykjavík reynist varasamt fyrir óreyndu sveitastelpuna og hún þarf að læra á lífið í borginni áður en hún getur látið drauma sína rætast.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 6. ágúst, 1992
 • Tegund: Drama, Gaman
 • Lengd: 90 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Veggfóður: Erótísk ástarsaga
 • Alþjóðlegur titill: Wallpaper: An Erotic Love Story
 • Framleiðsluár: 1992
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: Veggfóður: Erótísk ástarsaga
 • KMÍ styrkur: Já
 • Upptökutækni: 35mm
 • Myndsnið: 1.85:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • New York, 1993
 • Sao Paulo Int. Film Festival

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland: RÚV, 1996
 • Ísland: RÚV, 1998

Útgáfur

 • Sam-myndbönd, 2003 - DVD
 • Sam-myndbönd, 1993 - VHS

Þetta vefsvæði byggir á Eplica