Leitarskilyrði

Boðberi
Boðberi

Boðberi

Verkamaðurinn Páll flækist inn í ráðabrugg valdamikilla manna og sértrúarhópa sem skaðað gæti fjölda fólks og valdið algjöru samfélagshruni.

Söguþráður

Verkamaðurinn Páll heldur að hann sé eins og hver annar þar til hann byrjar að fá ljóslifandi vitranir um lífið eftir dauðann. Í fyrstu tekur hann þessum sérkennilegu vitrunum með opnum hug en uppgötvar svo djöfulleg áform sem gerjast í hans eigin samfélagi. Háttsettum mönnum íslensku þjóðarinnar hafa verið sýnd banatilræði í röð skotárása. Mikil skelfing grípur um sig í landinu, sérstaklega meðal þeirra sem meira mega sín. Páll flækist inn í ráðabrugg valdamikilla manna og sértrúarhópa sem skaðað gæti fjölda fólks og valdið algjöru samfélagshruni.

Kvikmynd þessi var kvikmynduð fyrir íslenska bankahrunið 2008 og var spádómur um meiriháttar glundroða í íslensku samfélagi. Sumt hefur þegar komið fram, en vonandi mun ekki allt rætast.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 7. júlí, 2010
 • Tegund: Spenna
 • Lengd: 97 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Boðberi
 • Alþjóðlegur titill: Messenger
 • Framleiðsluár: 2010
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: Boðberi
 • Vefsíða: http://www.bodberi.com
 • KMÍ styrkur: Nei
 • Myndsnið: 2.35:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby Surround

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Sýningar í kvikmyndahúsum

 • Ísland: Sambíóin Álfabakka, 2010
 • Ísland: Sambíóin Kringlunni, 2010
 • Ísland: Sambíóin Akureyri, 2010
 • Ísland: Sambíóin Selfossi, 2010

Þetta vefsvæði byggir á Eplica