Leitarskilyrði

Rokland
Rokland

Rokland

Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við fjölbrautaskólann. En Krókurinn reynist of lítill staður fyrir svo stór- og hagyrtan mann. Rokland er saga um einmana uppreisnarmann sem er of gáfaður fyrir Krókinn, of reiður fyrir Reykjavík og of hreinskilinn fyrir Ísland.

Söguþráður

Bödda er sagt upp störfum eftir að hafa gengið fram af nemendum í helgarferð þar sem ungfrú Norðurland fótbrotnaði á söguslóðum Grettis Ásmundarsonar í Drangey. Böddi er andans maður í ríki efnishyggjunnar og fær útrás á bloggsíðu sinni þar sem hann beinir spjótunum að sveitungum sínum og nútímaþjóðfélaginu eins og það leggur sig. Og einn góðan veðurdag segir hann því stríð á hendur.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 14. janúar, 2011, Sambíó
 • Tegund: Drama, Gaman
 • Lengd: 98 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Rokland
 • Alþjóðlegur titill: Rokland
 • Framleiðsluár: 2011
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: Rokland
 • Vefsíða: www.rokland.is
 • KMÍ styrkur: Já
 • Byggt á : Skáldsögu
 • Titill upphafsverks: Rokland
 • Upptökutækni: RED
 • Myndsnið: 2.35:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby Digital
 • Sýningarform og textar: DCP með enskum textum

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Blue Sea Film Festival, Rauma, Finnlandi, 2015
 • Icelandic Films, Copenhagen, Denmark and Aarhus, Denmark, 2013
 • Leeds International Film Festival, Leeds, Britain,, 2012
 • Pune International Film Festival, PIFF, Maharashtra, India, 2012
 • Cinequest Film Festival, San Jose, California, 2012
 • Moscow Internotinal Film Festival, Moscow, 2012
 • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2011 - Verðlaun: Leikari ársins í aðalhlutverki (Ólafur Darri Ólafsson). Leikkona í aukahlutverki (Elma Lísa Gunnarsdóttir). Tilnefnd fyrir kvikmyndatöku ársins (Philip Robertsson). Tilnefnd fyrir Klippingu ársins (Valdís Óskarsdóttir).

Sýningar í kvikmyndahúsum

 • Ísland: Sambíóin Álfabakka, 2011
 • Ísland: Sambíóin Egilshöll, 2011
 • Ísland: Sambíóin Akureyri, 2011
 • Ísland: Bíó Paradís, 2011

Þetta vefsvæði byggir á Eplica