English

Málarinn og sálmurinn hans um litinn

Myndin hefst á opnun viðamikillar sýningar listamannsins á Kjarvalsstöðum haustið 1989. Með þeim áfanga á listabrautinni er hann hins vegar búinn að fá sig fullsaddan af þeim myndstíl, sem hann hefur verið að þróa síðastliðin 30 ár. Við tekur leit hans að nýrri leið í myndlistinni. Ekkert utanaðkomandi afl megnar að hjálpa honum á þeirri braut. Kvöld eitt finnst honum samt eins og hann sé ekki einn í vinnustofu sinni í Krýsuvík. Þar sé einhver á sveimi sem vilji leiðbeina honum.

Seinna uppgötvar hann litina fyrir framan tærnar á sér á gönguferðum sínum í hveralandslaginu. Smám saman gerir hann sér grein fyrir því að liturinn er aðalatriðið. Þessi nýja myndhugsun kallar á breytta tækni - og eftir að spaði hefur tekið við af penslinum verður ekki aftur snúið. Liturinn hefur tekið yfir og ræður nú ríkjum.

Meðan á þessum umskiptum stendur, sækja Passíusálmar Hallgríms Péturssonar á málarann. Sýning hans í Danmörku á nýju litmyndunum fær dræmar viðtökur en við það ágerist löngunin til að takast á við Passíusálmana. Þegar hann er loksins kominn á skrið með þá, þá fær hann vitrun í draumi: Litla hnípna kirkjan sem blasir við sjónum hans handan vinnustofunnar hefur meiri þörf fyrir krafta hans en bókmenntirnar. Honum finnst hann eigi að leggja Passíusálmana til hliðar og mála þess í stað það sem tekur við af þeim, sjálfa upprisuna. Upprisumynd sína færir hann síðan kirkjunni að gjöf sem altaristöflu.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    15. nóvember, 2001, Háskólabíó
  • Lengd
    113 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Málarinn og sálmurinn hans um litinn
  • Alþjóðlegur titill
    Passio: A Painter's Psalm of Colours
  • Framleiðsluár
    2001
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur

Leikarar

Þátttaka á hátíðum

  • 2001
    Edduverðlaunin / The Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir kvikmyndatöku ársins (Sigurður Sverrir Pálsson).

Útgáfur

  • Kvikmyndaverstöðin ehf., 2001 - VHS