Leitarskilyrði

Þröng sýn
Þröng sýn

Þröng sýn

Þröng sýn segir sögu Arons, ungs manns sem hefur áhyggjur af samskiptum fólks og stöðu mannsins í nútíma þjóðfélagi.

Söguþráður

Aron ákveður að framkvæma tilraun og fylgjast með viðbrögðum fólks við henni. Í gegnum þessa einstöku tilraun, og eftirfylgni við hana, hittir Aron nokkra áhugaverða einstaklinga sem hver um sig segir sína sögu. Myndin fjallar á gamansaman hátt en með alvarlegum undirtón um fordóma í samfélaginu.

Þröng sýn er tilraunamynd og það endurspeglast í framleiðsluaðferð hennar. Myndin var fyrst tekin upp á stafrænt video. Síðan var myndin prentuð út ramma fyrir ramma og almenningi boðið að draga upp sína mynd eftir þessum römmum. Yfir 1.350 manns á öllum aldri tók þátt og drógu í gegn sína mynd sem síðan voru skannaðar og notaðar við kvikun myndarinnar. Bakgrunnar og önnur hreyfimyndagerð var unnin af hópi ungra listamanna í Reykjavík undir stjórn þeirra Guðmundar Arnar Guðmundssonar og Þórgnýs Thoroddsen sem eru í senn leikstjórar og framleiðendur Þröngar sýnar. Myndin er þeirra fyrsta hreyfimynd.

Um myndina

  • Flokkur: Teiknimynd
  • Lengd: 20 mín.
  • Titill: Þröng sýn
  • Alþjóðlegur titill: Hidebound
  • Framleiðsluár: 2005
  • IMDB: Þröng sýn
  • KMÍ styrkur: Já
  • Hljóð: Stereo
  • Sýningarform og textar: SP Beta, myndin er ekki með tali

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem stuttmynd ársins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica