English

Réttur

Einstakar sögur eru lauslega byggðar á sönnum sögum úr daglegu lífi á Íslandi. Sum þessara mála eru það ný af nálinni að þau hafa ekki enn verið tekin fyrir í réttarkerfinu.

Aðalpersónurnar þrjár, Logi, Brynhildur og Hörður eru eins ólíkar og hugsast getur. Logi er ævintýragjarn, fær háleitar hugmyndir og lifir á brúninni, á meðan Brynhildur er jarðbundin og á það til að láta tilfinningar hafa áhrif á staðreyndir mála. Hörður forðast átök eftir fremsta megni. Honum líður illa í réttarsal en kann vel við sig á skrifstofunni. Logi á bágt með sig og á erfitt með að láta kvenfólk í friði, en reynir um leið að viðhalda sambandinu við kærustuna Dísu.

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    270 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Réttur
  • Alþjóðlegur titill
    Court
  • Framleiðsluár
    2008
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Fjöldi þátta í seríu
    6
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem leikið sjónvarpsefni ársins. Tilnefnd fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki (Jóhanna Vigdís Arnardóttir). Tilnefnd fyrir leikara ársins í aðalhlutverki (Magnús Jónsson). Tilnefnd fyrir meðleikkonu ársins (Tinna Hrafnsdóttir).

Útgáfur

  • Sena, 2009 - DVD