Leitarskilyrði

Réttur
Réttur

Réttur

Réttur er fyrsta íslenska lögfræðidramað sem sýnt er í íslensku sjónvarpi. Kaldrifjuð morð, fjármálahneyksli, svik trúarleiðtoga, fjölskylduharmleikir, morð af gáleysi og smygl á hjálpartækjum ástarlífsins eru dæmi um þær flækjur sem lögfræðistofan Lög og Réttur fær að glíma við. Viðskiptavinir eru oft skrautlegir og koma úr öllum kimum samfélagsins.

Söguþráður

Einstakar sögur eru lauslega byggðar á sönnum sögum úr daglegu lífi á Íslandi. Sum þessara mála eru það ný af nálinni að þau hafa ekki enn verið tekin fyrir í réttarkerfinu.

Aðalpersónurnar þrjár, Logi, Brynhildur og Hörður eru eins ólíkar og hugsast getur. Logi er ævintýragjarn, fær háleitar hugmyndir og lifir á brúninni, á meðan Brynhildur er jarðbundin og á það til að láta tilfinningar hafa áhrif á staðreyndir mála. Hörður forðast átök eftir fremsta megni. Honum líður illa í réttarsal en kann vel við sig á skrifstofunni. Logi á bágt með sig og á erfitt með að láta kvenfólk í friði, en reynir um leið að viðhalda sambandinu við kærustuna Dísu.

Um myndina

 • Flokkur: Leikið sjónvarpsefni
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 270 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Réttur
 • Alþjóðlegur titill: Court
 • Framleiðsluár: 2008
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Fjöldi þátta í seríu: 6
 • IMDB: Réttur
 • Vefsíða: http://sagafilm.is/en/production/view/item8593/
 • KMÍ styrkur: Já

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2010 - Verðlaun: Tilnefnd sem leikið sjónvarpsefni ársins. Tilnefnd fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki (Jóhanna Vigdís Arnardóttir). Tilnefnd fyrir leikara ársins í aðalhlutverki (Magnús Jónsson). Tilnefnd fyrir meðleikkonu ársins (Tinna Hrafnsdóttir).

Útgáfur

 • Sena, 2009 - DVD

Þetta vefsvæði byggir á Eplica