English

Ástríður

Nýju vinnufélagar Ástríðar eru skrautlegir með afbrigðum. Bjarni, frændi hennar, er með gráa fiðringinn og kann ekki að þegja yfir leyndarmálum. Eyjólfur, tölvumaður, fremur óviðeigandi tónlistargjörninga við hvert tækifæri og Fanney svífst einskis til þess að koma sér áfram, milli þess sem hún á í „haltu mér, slepptu mér“ sambandi við Davíð, sessunaut Ástríðar. Hann er stundum sá eini eðlilegi í lífi hennar og saman hlægja þau að furðuverunum í kringum sig. Ástríður kemst að því að fjármálaheimurinn á sér líka sínar rómantísku hliðar, þrátt fyrir að flestir sem á eftir henni ganga gætu varla verið vonlausari. Ástin gæti þó verið nær en hana grunar.

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Frumsýnd
    18. ágúst, 2009
  • Tegund
    Gaman, Drama
  • Lengd
    288 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Ástríður
  • Alþjóðlegur titill
    Ástríður
  • Framleiðsluár
    2009
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    Stöð 2
  • Fjöldi þátta í seríu
    12
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem leikið sjónvarpsefni ársins. Tilnefnd fyrir leikonu ársins í aðalhlutverki (Ilmur Kristjánsdóttir).Tilnefnd fyrir meðleikkonu ársins (Þóra Karitas Árnadóttir). Tilnefnd fyrir meðleikara ársins (Rúnar Freyr Gíslason). Tilnefnd fyrir handrit ársins (Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorkelsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Silja Hauksdóttir).

Útgáfur

  • Sena, 2009 - DVD