Leitarskilyrði

Heiðin
Heiðin

Heiðin

Það er kosningadagur í útjaðri íslenskrar sveitar og Emil er beðinn um að fara með kjörkassann út á flugvöll. Sama dag hefur Albert ákveðið að koma heim úr borginni og heimsækja vini og ættingja, þó aðallega föður sinn Emil. Á heiðinni dregur til tíðinda en á meðan vekja tafir á kjörkassaflutningum athygli.

Söguþráður

Á leið sinni út á völl með kjörkassann verða ýmsir á vegi Emils. Eins góðhjartaður og hann er, kemur hann til hjálpar - en það tefur hann líka. Á meðan blæs vindurinn og flugvélin sem bíður eftir kassanum fer áður en skellur á rok. Emil hraðar sér ein um of og lendir í óhappi uppi á heiði og missir af vélinni. Honum til hjálpar upp á heiðina kemur sammæðra hálfbróðir Alberts, Stebbi, ásamt kærustu sinni Eyrúnu og Alberti. Á heiðinni dregur til tíðinda en á meðan vekja tafir á kjörkassaflutningum athygli. Undirbúningur undir skemmtikvöld í félagsheimilinu stendur yfir. Þar á að slá saman kosningakvöldi og afmæli fráfarandi og vinsæls hreppstjóra, Jóhannesar. En ekki er alltaf gaman, þegar Stebbi og Eyrún fara aftur heim til að ná í verkfæri, takast feðgarnir Albert og Emil á um óuppgerð mál á heiðinni.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 12. mars, 2008
 • Tegund: Gaman, Drama
 • Lengd: 97 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Heiðin
 • Alþjóðlegur titill: Small Mountain
 • Framleiðsluár: 2008
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: Heiðin
 • Vefsíða: www.passportpictures.is/
 • KMÍ styrkur: Já
 • Upptökutækni: 35mm
 • Myndsnið: 1.85:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby
 • Sýningarform og textar: 35mm filma án texta - SP Beta með enskum textum -

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Shanghai International Film Festival, 2009
 • Scandinavian House, 2009
 • Nordic Lights Film Festival, 2009
 • Kulturhus Berlin, 2009
 • Film Festival Popoli e Religioni, 2009
 • Haugesund Film Festival, 2008
 • International Film Festival Mannheim-Heidelberg, 2008
 • Scanorama, 2008
 • Tallinn Black Nights International Film Festival, 2008

Útgáfur

 • Passport Pictures, 2008 - DVD

Þetta vefsvæði byggir á Eplica