Leitarskilyrði

Algjör Sveppi og leitin að Villa
Algjör Sveppi og leitin að Villa

Algjör Sveppi og leitin að Villa

Þegar Villa, besta vini hans Sveppa, er rænt af misyndismönnum tekur Sveppi til sinna ráða og heldur í björgunarleiðangur.

Söguþráður

Sveppi og Villi hafa verið bestu vinir síðan þeir muna eftir sér. Það sem Sveppa vantar bætir Villi upp með ótrúlegum gáfum sínum. Það er einmitt það sem kemur honum í vandræði, því þegar hann fer að fikta í senditæki sem afi hans gefur honum, þá heyrir hann fyrir slysni raddir í vondu körlunum. Þeir taka eftir því að einhver er að hlera og ræna Villa. Sveppi rekst á upptöku af ráninu í tölvunni hans Villa og reynir að útskýra það fyrir fullorðna fólkinu sem trúir honum alls ekki. Ráðvilltur tekur Sveppi til sinna ráða og heldur af stað í leiðangur til að bjarga besta vini sínum. Upphefst þá stórkostlegt ævintýri.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 18. september, 2009
 • Tegund: Fjölskyldu- og barnamynd, Gaman
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Algjör Sveppi og leitin að Villa
 • Alþjóðlegur titill: Big Rescue, The
 • Framleiðsluár: 2009
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: Algjör Sveppi og leitin að Villa
 • Vefsíða: www.mpfactory.is
 • KMÍ styrkur: Já
 • Upptökutækni: 35mm
 • Myndsnið: 2.35:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby Surround
 • Sýningarform og textar: DCP með enskum textum.

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Berlin International Film Festival, 2010
 • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2010 - Verðlaun: Barnaefni ársins.
 • Haifa International Film Festival, 2010
 • Nordische Filmtage Lübeck, 2010

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland: Stöð 2, 2010
 • Ísland: Stöð 2, 2011

Sýningar í kvikmyndahúsum

 • Ísland: Sambíóin Álfabakka, 2009
 • Ísland: Sambíóin Kringlunni, 2009
 • Ísland: Sambíóin Akureyri, 2009
 • Ísland: Bíó Paradís, 2011

Útgáfur

 • Samfilm, 2009 - dvd
 • Hreyfimyndasmiðjan ehf, 2009 - dvd

Þetta vefsvæði byggir á Eplica