English

Svona fólk

Svona fólk er kvikmynd í fimm þáttum eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur um líf homma og lesbía á Íslandi í fjóra áratugi. Í þáttunum er rakin barátta þeirra fyrir mannréttindum, mannvirðingu og sýnileika, allt frá því að fyrsti vísir að hreyfingu þeirra kviknaði um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar og til þess tíma þegar róttækar lagabætur voru í höfn hvað varðar fjölskyldurétt samkynhneigðra. Í fyrsta þættinum er sjónum beint að þöggun, þögn og niðurlægingu fyrri ára og í öðrum þætti segir frá fyrstu árum Samtakanna ´78 og baráttu frumherjanna. Í þriðja þætti er fjallað um alnæmi og þá þjáningu sem sjúkdómurinn kallaði yfir samfélag samkynhneigðra og í fjórða þætti er rakin saga baráttunnar fyrir réttlátri löggjöf, einkum á sviði fjölskylduréttar. Loks eru þræðir dregnir saman í fimmta og síðasta þætti og litið yfir sviðið.

Svona fólk í 5 þáttum
1970–1978 Þögnin
1978–1983 Úr felum
1983–1995 Plágan
1990–1999 Annars flokks
1999–2016 Jafnrétti

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    30. september, 2019
  • Lengd
    225 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska
  • Titill
    Svona fólk
  • Alþjóðlegur titill
    People Like That
  • Framleiðsluár
    2019
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • Fjöldi þátta í seríu
    5
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Upptökutækni
    4K Digital
  • Litur
  • Sýningarform og textar
    HD, enskur texti

Fyrirtæki