English

Veðramót

Myndin gerist á áttunda áratug síðustu aldar og segir frá þremur ungum byltingarsinnum sem fara norður í land til að starfa á vistheimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir hafa háleit markmið og ætla að breyta heiminum til hins betra og byrja á Veðramótum. Þetta reynist þeim hins vegar vera erfitt verkefni því krakkarnir sem eru vistaðir á heimilinu eru erfiðir viðureignar. Flest eiga þau það sameiginlegt að hafa sætt illri meðferð af fjölskyldumeðlimum eða öðrum. Myndin fjallar á óvæginn hátt um sifjaspell og ofbeldi sem börn og unglingar hafa mátt sæta.

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    5. september, 2007
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    100 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Veðramót
  • Alþjóðlegur titill
    Quiet Storm, The
  • Framleiðsluár
    2007
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby
  • Sýningarform og textar
    DCP með enskum textum. 35mm filma með enskum textum -

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Ultima Thule, ýmsir sýningarstaðir, Pólland
  • 2009
    Norræn kvikmyndavika í Vín
  • 2009
    Scandinavische Filmtage in Bonn
  • 2009
    Kuopio Film Festival
  • 2008
    Cannes Film Festival - Market Screenings
  • 2008
    Arsenals Film Festival
  • 2008
    IFEMA
  • 2008
    Moscow International Film Festival
  • 2008
    Nordische Filmtage Lubeck
  • 2008
    Rural Route Film Festival
  • 2008
    Scandinavian House
  • 2008
    Scanorama
  • 2007
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Leikari ársins í aukahlutverki (Jörundur Ragnarsson). Tilnefnd sem kvikmynd ársins. Tilnefnd fyrir Leikstjóra ársins. Tilnefnd fyrir Leikkonu ársins í aðalhlutverki (Hera Hilmarsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir). Tilnefnd fyrir leikkonu/leikara ársins í aukahlutverki (Gunnur Martinsdóttir Schluter, Þorsteinn Bachmann). Tilnefnd fyrir handrit ársins (Guðný Halldórsdóttir). Tilnefnd fyrir hljóð og tónlist ársins (hljóðvinnsla: Pétur Einarsson). Tilnefnd fyrir útlit myndar (leikmynd: Tonie Zetterström, búningar: Rebekka Ingimarsdóttir).

Útgáfur

  • Sena, 2008 - DVD