English

Pleisið

Axel er ungur efnilegur menntaskólanemi sem lifir góðu og öruggu lífi hjá foreldrum sínum. Veröld hans hrynur þegar hann uppgötvar að kærastan hans hefur haldið framhjá honum með kennara sínum. Í örvinglan sinni fer hann í partý með vinum sínum þar sem vímuefni eru á boðstólnum og hann að prófar að neyta þeirra í fyrsta sinn. Partýið fer illilega úr böndunum og endar út á götu þar sem nágranni er nærri dauða en lífi eftir barsmíðar drengjanna. Axel myndar atburðarrásina á símann sinn en þegar hann veikist af völdum ofdrykkju missir hann símann úr höndunum og síminn lendir undir næsta bíl. Axel er handtekinn (saklaus) fyrir glæpinn og stungið inn í alræmt unglingafangelsi þar sem yfirvörður nýðist á honum til þess að fá hann til þess að ganga fyrir glæpnum og meðtaka heilagan anda Guðs. Hans eina von að komast út úr þessari martröð er að finna símann sem getur sannað hans sakleysi.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Stuttmynd
  • Frumsýnd
    3. október, 2009, Smárabíó
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    22 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Pleisið
  • Alþjóðlegur titill
    Place, The
  • Framleiðsluár
    2009
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    RED
  • Myndsnið
    2.39:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    International Short Film Festival
  • 2010
    European Film Festival of Lille
  • 2010
    Cannes Short Film Corner
  • 2010
    Festroia International Film Festival
  • 2010
    Reykjavík International Film Festival
  • 2010
    Nordische Filmtage Lübeck
  • 2009
    Global Cinema Festival


Stikla