English

Köld slóð

Köld slóð er fyrst og fremst sakamálasaga með blaðamanninn Baldur í aðalhlutverki, en hann svífst einskis til að grafa fram dularfulla og tvísýna atburði.

Myndin hefst á því að öryggisvörður finnst látinn í einangraðri virkjun á hálendi Íslands. Fyrst virðist vera um slys að ræða og Baldur hefur því lítinn áhuga á fréttinni. Það breytist þó snarlega þegar móðir hans segir honum að látni maðurinn sé pabbinn sem hann aldrei kynntist. Nú er forvitni Baldurs fyrir alvöru vakin og hann ákveður að komast á snoðir um hvað raunverulega leynist í klakaböndunum á þessum afvikna stað.

Baldur heldur upp á hálendið sem nýr öryggisvörður og tekur við starfi þess látna. Fljótlega eftir komuna í virkjunina kemst hann að raun um að ekkert er sem sýnist. Fólkið í virkjuninni lifir í einangruðu samfélagi og er andsnúið ókunnugum. Eitt af því sem Baldur kemst fljótlega á snoðir um, er að á staðnum fer fram ábatasöm en ólögleg hliðarbúgrein. Koma Baldurs og forvitni setur því allt í hættu. En ekki nóg með það. Baldur, sem er rannsóknarblaðamaður af Guðs náð, grefur fljótlega upp gamalt glæpamál og setur þar með líf sitt fyrir alvöru í hættu.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    29. desember, 2006
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    95 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Köld slóð
  • Alþjóðlegur titill
    Cold Trail
  • Framleiðsluár
    2006
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Danmörk
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby
  • Sýningarform og textar
    35mm filma með enskum textum - 35mm filma með þýskum textum - SP Beta

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi
  • 2007
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Hljóð og Tónlist ársins (hljóðvinnsla: Gunnar Árnason). Útlit myndar (leikmynd: Árni Páll Jóhannsson). Tilnefnd fyrir leikara/leikkonu í aukahlutverki (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir). Tilnefnd fyrir myndatöku og klippingu ársins (myndataka: Víðir Sigurðsson).
  • 2007
    Canberra International Film Festival
  • 2007
    Emden International Film Festival
  • 2007
    Montreal World Film Festival
  • 2007
    Nordic Filmdays Lubeck

Útgáfur

  • Sena, 2007 - DVD