English

Bjarnfreðarson

Kvikmyndin Bjarnfreðarson er sjálfstæður lokakafli hinnar geysivinsælu og margverðlaunuðu Vaktaseríu og það allra síðasta sem við munum sjá af þeim kumpánum Georgi Bjarnfreðarsyni (Jón Gnarr), Ólafi Ragnari (Pétur Jóhann Sigfússon) og Daníel Sævarssyni (Jörundur Ragnarsson), sem saman hafa eldað grátt silfur í Nætur- Dag- og Fangavaktinni.

Myndin Bjarnfreðarson tekur upp þráðinn nokkrum árum eftir Fangavaktina, þar sem Georg losnar úr fangelsi. Georg á vitaskuld erfitt með að aðlagast lífinu fyrir utan veggi Litla Hrauns og neyðist til að flytja inn til Daníels eftir að móðir hans, Bjarnfreður (Margrét Helga Jóhannsdóttir) hafnar honum. Það verður svo allt vitlaust þegar Ólafur, sem býr hjá Daníel eins og ódæll unglingur, kemst að því að gamli yfirmaður hans er mættur á svæðið á nýjan leik.

Eins og gefur að skilja er kominn tími á uppgjör. Þremenningarnir eru allir á ákveðnum tímamótum í lífinu; Georg leitar uppruna síns, Ólafur finnur loksins rétta hillu í lífinu og Daníel þarf að horfast í augu við erfiðan sannleik um sjálfan sig. Samsíða þessu fá áhorfendur að kynnast uppvaxtarárum Georgs og hvernig hann, þökk sé pólitísku uppeldi Bjarnfreðar (Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Bjarnfreði á yngri árum), endaði sem það skrímsli sem áhorfendur hafa kynnst í Vöktunum. Þessir þræðir fléttast svo saman í eina stórskemmtilega sögu, sem hefur að geyma fjölmargar og óvæntar uppljóstranir.

Bjarnfreðarson er leyfð öllum aldurshópum og virkar sem sjálfstætt verk, þó vitaskuld fái dyggir fylgjendur Vaktanna meira fyrir sinn snúð.

Sjá streymi

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    26. desember, 2009, Háskólabíó
  • Tegund
    Drama, Gaman
  • Lengd
    105 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Bjarnfreðarson
  • Alþjóðlegur titill
    Mr. Bjarnfredarson
  • Framleiðsluár
    2009
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    RED
  • Myndsnið
    2.35:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby
  • Sýningarform og textar
    35mm filma með enskum textum - DigiBeta með enskum textum - HDCAM með enskum textum -35mm film with English sub. -

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi
  • 2011
    Nordic Film Days, Kalingrad
  • 2011
    Taste of Iceland, Baltimore
  • 2010
    Göteborg International Film Festival
  • 2010
    Berlin International Film Festival
  • 2010
    Montreal World Film Festival
  • 2010
    Mill Valley Film Festival
  • 2010
    Molodist International Film Festival
  • 2010
    Edduverðlaunin / Edda Awards

Sýningar í kvikmyndahúsum

  • Ísland
    Sambíóin Álfabakka, 2010
  • Ísland
    Sambíóin Kringlunni, 2010
  • Ísland
    Sambíóin Akureyri, 2010
  • Ísland
    Bíó Paradís, 2011

Útgáfur

  • SAM myndir, 2010 - DVD