Leitarskilyrði

Íslensku björgunarsveitirnar
Íslensku björgunarsveitirnar

Íslensku björgunarsveitirnar

Þáttaröðin fjallar um íslensku björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar og störf þeirra. Þættirnir eru fjórir talsins og í gegnum þá er veitt innsýn inn í líf og störf björgunarsveitarfólks og áhorfendur leiddir í allan sannleikann um hvað gengur á í stórum og umfangsmiklum björgunaraðgerðum.

Söguþráður

Þáttaröðin fjallar um íslensku björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar og störf þeirra. Þættirnir eru fjórir talsins og í gegnum þá er veitt innsýn inn í líf og störf björgunarsveitarfólks og áhorfendur leiddir í allan sannleikann um hvað gengur á í stórum og umfangsmiklum björgunaraðgerðum.

Fylgst var með björgunarsveitunum í fimm ár og valin útköll mynduð á því tímabili. Útköll á björgunarsveitir eru að meðaltali 2 til 3 daglega á landsvísu og oft er um að ræða aðgerðir þar sem um líf eða dauða er að tefla. Ótrúlega mikið og öflugt starf liggur að baki sterkri björgunarsveit en starfið er sjálfboðaliðastarf og eru hátt í 4000 manns á útkallsskrá á landsvísu. Um 18.000 einstaklingar eru meðlimir í samtökunum Slysavarnafélagið Landsbjörg sem gerir það eitt af stærstu sjálfboðaliðasamtökum á Íslandi.

Um myndina

 • Flokkur: Heimildamynd
 • Frumsýnd: 28. maí, 2016
 • Lengd: 172 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Íslensku björgunarsveitirnar
 • Alþjóðlegur titill: The Ice-Sar team
 • Framleiðsluár: 2016
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Frumsýningarstöð: RÚV
 • KMÍ styrkur: Já
 • Litur: Já

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki


Þetta vefsvæði byggir á Eplica