Leitarskilyrði

Jökullinn logar
Jökullinn logar

Jökullinn logar

Jökullinn logar er sagan af gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu sem skráði sig í sögubækurnar með því að verða fámennasta þjóð sögunnar til að komast í lokakeppni stórmóts í vinsælustu íþrótt heims. Í myndinni er sögð saga ungra stráka frá Íslandi sem eiga sér draum um að komast með landsliðinu á stórmót í fótbolta, þó að það sé afskaplega óraunhæft. Síðustu tvö ár hafa Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson fengið óheftan aðgang að landsliðinu og fylgt því í gegnum hið ótrúlega ævintýri sem undankeppni EM er. Í myndinni sjáum við afrakstur æfinga síðustu ára, þar sem sögð er sagan öll og liðið sýnt frá öllum sjónarhornum og í algjörlega nýju ljósi. Þetta er sagan af því hvernig smáþjóðin Ísland kom heiminum í opna skjöldu með einu stærsta íþróttaafreki sögunnar.

Um myndina

 • Flokkur: Heimildamynd
 • Frumsýnd erlendis: 3. júní, 2016
 • Lengd: 95 mín.
 • Tungumál: Íslenska, Enska
 • Titill: Jökullinn logar
 • Alþjóðlegur titill: Inside a Volcano: The Rise of Icelandic Football
 • Framleiðsluár: 2016
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Vefsíða: https://www.facebook.com/leidinokkaraEM16/
 • KMÍ styrkur: Já
 • Litur: Já

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Thinking Football Film Festival, 2017
 • Offside Film Festival, 2017
 • 11mm Football Film Festival, 2017
 • Trento Film Festival, 2017
 • Kicking and Screening, 2017 - Verðlaun: Golden Whistle
 • Cultural de Fútbol, 2017
 • Offside Festival, 2017
 • Przeglad Filmów, 2017
 • Indy Film Festival, 2017
 • Hincha Film Fest, 2017
 • Warsaw Film Festival, 2016
 • Nordisk Panorama, 2016
 • Lübeck Nordische Filmtage, 2016

Þetta vefsvæði byggir á Eplica