English

Svartihnjúkur: Stríðssaga úr Eyrarsveit

Í hermannagrafreit Fossvogskirkjugarðs standa sex legsteinar. En grafirnar sex geyma aðeins líkamsleifar fjögurra breskra flugmanna sem fórust á Snæfellsnesi í nóvember 1941. Skýrslur breska flughersins eru fáorðar um þetta sérkennilega mál.
En í Eyrarsveit á Snæfellsnesi hafa menn í áratugi sagt sögur af örlögum þeirra sem saknað er.

Heimildamyndin Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit, segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síðari. Íslenskir bændur voru rifnir úr hversdagslegum búverkum til þess að fara á fjöll til að leita að týndri herflugvél. Lýsingar þeirra á hrikalegri aðkomu og líkburði hafa lifað meðal sveitunga þeirra fram á þennan dag. Margvíslegar sögusagnir hafa spunnist um afdrif bresku flugmannanna og við kynnumst því hvernig íslensk þjóðtrú leitast við að útskýra ógnirnar og afleiðingar þeirra.

Það var fátt sem rauf kyrrð hins daglega lífs í Eyrarsveit á Snæfellsnesi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Bæir voru dreifðir og vísir að þéttbýli á Kvíabryggju Bæirnir Kolgrafir og Eiði við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi norðanverðu, sem eru aðalsögusvið þessarar heimildamyndar, voru ekki í vegasambandi né símasambandi við umheiminn þegar þessir atburðir gerðust.

Seinni heimsstyrjöldin var enn fjarlæg íbúum Eyrarasveitar árið 1941, einu merkin um átök við landið voru sjórekin lík hermanna ásamt kössum og tunnum með margvíslegu innihaldi.

En að kvöldi 28. nóvember 1941 braust styrjöldin með látum inn í daglegt líf sveitarinnar. Þann dag fórst bresk herflugvél er hún villtist yfir Kolgrafarfirði og brotlenti við Svartahnjúk. Með flugvélinni fórust 6 ungir flugmenn úr 221. flugsveit konunglega breska flughersins.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    57 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska
  • Titill
    Svartihnjúkur: Stríðssaga úr Eyrarsveit
  • Alþjóðlegur titill
    Black Peak: A War Story
  • Framleiðsluár
    2015
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HD
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    DCP, Blu-ray

Þátttaka á hátíðum

  • 2015
    International Historical and Military Film Festival - Verðlaun: Bronze Sabre


Stikla