Leitarskilyrði

Hrútar
Hrútar

Hrútar

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Söguþráður

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 28. maí, 2015, Háskólabíó
 • Frumsýnd erlendis: 15. maí, 2015, Cannes Film Festival
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 90 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Hrútar
 • Alþjóðlegur titill: Rams
 • Framleiðsluár: 2015
 • Framleiðslulönd: Ísland, Danmörk
 • IMDB: Hrútar
 • Vefsíða: http://www.netopfilms.com/#!rams/c14km
 • KMÍ styrkur: Já
 • Litur: Já
 • Sýningarform og textar: DCP, enskur texti

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Palm Springs International Film Festival, 2016 - Verðlaun: Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson unnu FIPRESCI verðlaunin fyrir bestan leik.
 • Tromsø International Film Festival, 2016 - Verðlaun: Vann áhorfendaverðlaun hátíðar.
 • Cannes Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann Prix Un Certain Regard
 • Transilvania International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann sérstök dómnefndaverðlaun og áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
 • Karlovy Vary International Film Festival, 2015
 • Zürich Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann Gullna augað fyrir bestu mynd.
 • Telluride Film Festival, 2015
 • Vancouver International Film Festival, 2015
 • Sao Paulo International Film Festival, 2015
 • Busan International Film Festival, 2015
 • European Film Festival Palic, 2015 - Verðlaun: Vann fyrir bestu mynd.
 • Tofifest, 2015 - Verðlaun: Valin besta leikna myndin.
 • Camerimage, 2015 - Verðlaun: Vann Silufroskinn (Sturla Brandth Grøvlen).
 • Seminci - Valladolid International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann "Gullna gaddinn" fyrir bestu mynd, Pilar Miró verðlaunin fyrir besta nýja leikstjóra og "Ungliðaverðlaun" aðalkeppninnar.
 • Riga International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
 • International Cinematographers' Film Festival Manaki Brothers, 2015 - Verðlaun: Besta evrópska myndin.
 • Saint Jean-de-Luz, 2015 - Verðlaun: Besti leikstjóri.
 • Hamptons International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Besta leikna myndin.
 • AFI Fest, 2015
 • Minsk International Film Festival - Listapad, 2015 - Verðlaun: Vann áhorfendaverðlaun og sérstök verðlaun borgarstjórnar Minsk.
 • Thessaloniki International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann fyrir bestu mynd.
 • Zagreb Film Festival, 2015
 • Nordische Filmtage Lübeck, 2015 - Verðlaun: Verðlaun frá baltneskri dómnefnd hátíðarinnar fyrir framúrskarandi norræna kvikmynd. Opnunarmynd hátíðar.
 • Pau Film Festival, 2015 - Verðlaun: Bleu Beurn áhorfendaverðlaun.
 • Ljubljana International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Besta kvikmynd.
 • Denver Film Festival, 2015 - Verðlaun: Besta kvikmynd.
 • International Film Festival of India - Goa, 2015
 • Algiers International Film Festival, 2015 - Verðlaun: Vann aðalverðlaun hátíðar fyrir bestu mynd.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica