Leitarskilyrði

Jöklarinn
Jöklarinn

Jöklarinn

Brot úr sögu alþýðumanns sem lifði næstum heila öld og var allt í senn: refaskytta og sægarpur, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur og náttúruverndarsinni, húmoristi og sagnaþulur, en umfram allt er hann þjóðsagnapersóna og hetja heillar þjóðar sem má ekki gleymast.

Söguþráður

Heimildakvikmynd Kára G. Schram JÖKLARINN BROT ÚR SÖGU Þórðar Halldórssonar MESTA LYGARA ALLRA TÍMA – EÐA HVAÐ?
segir sögu Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará - eins frægasta" Jöklara",
síns tíma - og allra þeirra ótrúlegu ævintýra sem hann rataði í á langri og fjölskrúðugri ævi. Þórður var allt í senn: sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. En umfram allt var hann þó þjóðsagnapersóna og þjóðhetja sem vert er að minnast. Þórður hélt á lofti og kenndi okkur að meta náttúruna og þjóðararf fortíðarinnar sem svo margir eru búnir að gleyma. Hér var einstaklega frjór andi á ferð sem miðlaði og gaf óspart af öllum auðæfum sínum til að öðrum liði betur.

Um myndina

 • Flokkur: Heimildamynd
 • Frumsýnd: 21. nóvember, 2014, Bíó Paradís
 • Lengd: 49 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Jöklarinn
 • Alþjóðlegur titill: Glacier Man
 • Framleiðsluár: 2014
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • KMÍ styrkur: Já
 • Myndsnið: 16:9
 • Litur: Já
 • Hljóð: Stereo
 • Sýningarform og textar: HDV

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki


Þetta vefsvæði byggir á Eplica