Leitarskilyrði

Sub Rosa
Sub Rosa

Sub Rosa

Sub Rosa skyggnist inn í líf Tildu, 8 ára stelpu sem elst upp í blómabúð þar sem heldur óviðeigandi athæfi fara fram á bak við tjöldin. Með barnslega forvitni að vopni hnýsist Tilda um undirheima búðarinnar meðan sjálfsmynd hennar mótast á ofsahraða.

Söguþráður

Sub Rosa skyggnist inn í líf þriggja kvenna í afskekktri blómabúð og þá sérstaklega inn í líf Tildu, 8 ára stúlku sem hagar sér fremur undarlega miðað við aldur. Hún elst upp hjá ömmu sinni sem rekur blómabúðina en fljótlega kemur í ljós að þar er ekki allt með felldu. Bak við tjöldin selja afgreiðsludömurnar blíðu sína. Myndin afhjúpar smám saman þá veröld sem dafnar á bak við veggi blómabúðarinnar og sýnir hvernig hegðun ungu telpunnar mótast samfara því. Í myndinni kynnumst við einnig tveimur öðrum konum, annars vegar Monique, sem Tilda elst upp hjá og sem er önnum kafin við dagleg verkefni blóma- og gleðihúsrekstursins og vanmetur þroska Tildu. Hins vegar kynnumst við einnig Olive, einni vændiskonunni sem Tilda njósnar mikið um og fer ósjálfrátt að líkja eftir. Tilda hnýsist um ganga blómabúðarinnar og fylgist í leyni með þeim ósiðlegu samskiptum sem fram fara á bak við tjöldin. Brátt litast sálarlíf hennar af þeim athæfum sem hún verður daglega vitni af og munurinn á réttu og röngu verður fljótt þokukenndur. Hér er grófur heimur túlkaður með augum barns - barns sem skilur meira en þeir fullorðnu þora að viðurkenna en er enn of saklaust til að átta sig á alvarleika stöðunnar og afleiðingum hennar.

Um myndina

 • Flokkur: Stuttmynd
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 15 mín.
 • Tungumál: Enska
 • Titill: Sub Rosa
 • Alþjóðlegur titill: Sub Rosa
 • Framleiðsluár: 2014
 • Framleiðslulönd: Ísland, England
 • KMÍ styrkur: Já
 • Upptökutækni: HD
 • Litur: Já
 • Sýningarform og textar: DCP

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2015 - Verðlaun: Tilnefnd fyrir stuttmynd ársins.
 • London Short Film Festival, 2015
 • Cardiff Independent Film Festival, 2015
 • San Diego Film Festival, 2015 - Verðlaun: Besta stuttmynd.
 • Leuven International Short Film Festival, 2015
 • Helsinki International Film Festival - Love & Anarchy, 2014
 • Reykjavík International Film Festival, 2014 - Verðlaun: Sérstök dómnefndarverðlaun.
 • Cork Film Festival, 2014
 • Cyprus International Short Film Festival, 2014

Þetta vefsvæði byggir á Eplica