Leitarskilyrði

Ferðalok
Ferðalok

Ferðalok

Heimildaþáttaröð um Íslendingasögurnar og sannleiksgildi þeirra frá sjónarhóli fornleifafræði og bókmennta.

Söguþráður

Ferðalok fer yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og tengir þá við fornminjar og gripi sem enn eru til, annað hvort úti í náttúrunni eða á söfnum. Rýnt verður í sögu forfeðranna og munu fornminjar ásamt náttúrunni og munnmælasögum, ef svo ber undir, gefa innsýn í fortíðina. Lagt er upp með að sögumaður gangi á söguslóðir, segi frá viðfangsefni þáttarins, stikli á sögunni, ræði við fræðimenn, sagnamenn, heimamenn o.fl. Að því búnu verður sagan rökrædd í því ljósi sem við á hverju sinni. Markmið þáttanna er að gera fornsögurnar sýnilegri almenningi á fræðilegan og skemmtilegan hátt og kanna jafnframt sannleiksgildi ýmissa sagna. Þar munu fræðin standa andspænis eigin aðferðafræði og þurfa að glíma við svör sem enginn hefur getað svarað fram til þessa.

Um myndina

 • Flokkur: Heimildamynd
 • Frumsýnd: 10. mars, 2013
 • Lengd: 180 mín.
 • Tungumál: Íslenska, Enska
 • Titill: Ferðalok
 • Alþjóðlegur titill: Journey's End
 • Framleiðsluár: 2013
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Vefsíða: www.vesturport.com
 • KMÍ styrkur: Já
 • Byggt á : Þjóðsögu
 • Upptökutækni: Arri Alexa
 • Litur: Já
 • Hljóð: Stereo
 • Sýningarform og textar: Sjónvarp

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland: RÚV, 2013

Þetta vefsvæði byggir á Eplica