Leitarskilyrði

Þetta reddast!
Þetta reddast!

Þetta reddast!

Þetta reddast! fjallar um ungan blaðamann sem kemst að því á eigin skinni að þegar botninum er náð er alltaf hægt að fara enn neðar.

Söguþráður

Þetta Reddast! er realískt gamandrama sem fjallar ungan blaðamann sem meinar vel en á í vandræðum með áfengi. Hann er í góðri vinnu og í sambandi við góða kærustu en því miður að þá stýrir hann ekki lífi sínu, heldur áfengið, og þá skipta góðar meiningar litlu máli. Eftir að vera kominn á tæpasta vað hjá kærustunni, finnur hann upp á því snilldarráði að bjarga sambandinu með því að bjóða henni í rómantíska ferð á Búðir þarsem friður og ró Snæfellsjökuls getur komið inní sambandið og þau náðu ástum og trausti á nýjan leik. En sömu helgi er hann kominn á síðasta séns í vinnunni og ritstjórinn sendir hann uppá Búrfellsvirkjun til að gera úttekt á virkjuninni. Hann ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og býður kærustunni sinni í rómantíska vinnuferð uppá Búrfellsvirkjun.

Á háspennusvæðinu við virkjunina taka hlutirnir óvænta stefnu. Háspenna var kannski ekki það sem þetta samband þurfti á að halda...

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 1. mars, 2013, Sambíó
 • Tegund: Gaman, Drama
 • Lengd: 90 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Þetta reddast!
 • Alþjóðlegur titill: Rock Bottom
 • Framleiðsluár: 2013
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: Þetta reddast!
 • KMÍ styrkur: Já
 • Upptökutækni: HD
 • Litur: Já

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2014 - Verðlaun: Tilnefnd fyrir leikkona ársins í aukahlutverki (Maríanna Clara Lúthersdóttir).
 • Scanorama European Film Forum, 2014
 • Pune International Film Festival, 2014

Þetta vefsvæði byggir á Eplica