Leitarskilyrði

XL
XL

XL

Fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, flagarinn óstýriláti og áfengisþyrsti þingmaðurinn Leifur Sigurðarson er skikkaður í meðferð af vini sínum og yfirmanni, forsætisráðherra Íslands - en áður en hann lætur flengja sig opinberlega heldur Leifur vinum sínum matarboð.

Söguþráður

Fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, flagarinn óstýriláti og áfengisþyrsti þingmaðurinn Leifur Sigurðarson er skikkaður í meðferð af vini sínum og yfirmanni, forsætisráðherra Íslands - en áður en hann lætur flengja sig opinberlega heldur Leifur vinum sínum matarboð. Á meðan á því stendur kynnumst við gestum og gestgjafa betur og lærum um dramatíska og grátbroslega fortíð hópsins og sérstaklega ástarsamband Leifs við hina tvítugu Æsu sem jafnframt er vinkona dóttur hans. Eftir því sem Leifur djúsar meira koma fleiri leyndarmál í ljós uns það er tímabært að drífa sig heim, eða hvað? Aðeins þeim sem hafa aldur til að kjósa þingmanninn er boðið í partýið.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 18. janúar, 2013, Sambíó
 • Frumsýnd erlendis: 2. júlí, 2013, Karlovy Vary International Film Festival
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 87 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: XL
 • Alþjóðlegur titill: XL
 • Framleiðsluár: 2013
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • IMDB: XL
 • Vefsíða: http://xl.tenderlee.com
 • KMÍ styrkur: Já
 • Upptökutækni: Canon 5D
 • Myndsnið: 1.78:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby Digital
 • Sýningarform og textar: DCP.

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • Ultima Thule, ýmsir sýningarstaðir, Pólland, 2016
 • Nordischer Filmklub des Kulturhus Berlin, 2015
 • Northern Lights, Sofíu, 2015
 • Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi, 2015
 • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2014 - Verðlaun: Tilnefnd fyrir handrit ársins (Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson). Tilnefnd fyrir hljóð ársins (Bogi Reynisson og Pétur Einarsson). Tilnefnd fyrir klipping ársins (Stefanía Thors, Marteinn Þórsson, Sigurður Eyþórsson, Valdís Óskarsdóttir). Tilnefnd fyrir kvikmynd ársins. Tilnefnd fyrir Kvikmyndataka ársins (Bergsteinn Björgúlfsson). Tilnefnd fyrir leikari ársins í aðalhlutverki (Ólafur Darri Ólafsson). Tilnefnd fyrir leikkona ársins í aðalhlutverki (María Birta Bjarnadóttir). Tilnefnd fyrir leikkona ársins í aukahlutverki (Margrét Helga Jóhannsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir). Tilnefnd fyrir leikstjórn ársins (Marteinn Þórsson). Tilnefnd fyrir tónlist ársins (Anna Þorvaldsdóttir og Samaris)
 • Göteborg International Film Festival, 2014
 • Scandinavian Film Festival LA, 2014
 • Pune International Film Festival, 2014
 • European Film Festival, Lecce, 2014
 • Calgary International Film Festival, 2013
 • Vancouver International Film Festival, 2013
 • Filmfestival Munster, 2013
 • Molodist - Kiev International Film Festival, 2013
 • Bergen International Film Festival, 2013
 • Scanorama European Film Forum, 2013
 • Cork Film Festival, 2013 - Verðlaun: Í keppni.
 • MUCES - The City of Segovia Festival of European Cinema, 2013
 • Chennai International Film Festival, 2013
 • Karlovy Vary International Film Festival, 2013 - Verðlaun: Valin í keppni. Besti leikari (Ólafur Darri Ólafsson).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica