English

Seppi

Seppi er flækingshvolpur sem heldur til undir gömlum fiskibáti við Reykjavíkurhöfn ásamt mömmu sinni. Mamma Seppa er vön að fara á hverjum degi að leita að einhverju að éta handa þeim mæðgininum, en dag einn kemur hún ekki til baka. Vesalings Seppi verður dauðhræddur og leggur af stað að leita að henni. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og eignast marga nýja vini. En ætli hann finni mömmu sína? Um tíma er útlitið svart en loks berst Seppa hjálp úr óvæntri átt.

Seppi er byggð á smásögunni „Seppi leitar mömmu" eftir Guðmund Þórarinsson og Björn Ragnarsson. Myndin var valin sem íslenska innleggið í Norrænu barnamyndasyrpuna „En god historie for de små“ og var myndin sýnd á öllum Norðurlöndunum.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Stuttmynd
  • Tegund
    Fjölskyldu- og barnamynd
  • Lengd
    26 mín. 33 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Seppi
  • Alþjóðlegur titill
    Seppi
  • Framleiðsluár
    1992
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Byggt á
    Smásögu
  • Titill upphafsverks
    Seppi
  • Litur

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1992
  • Ísland
    RÚV, 1993
  • Ísland
    RÚV, 1995
  • Ísland
    RÚV, 1996