English

Ísaldarhesturinn

Spáð er í forsögu íslenska hestsins, sem ef til vill má rekja austur eftir steppum Asíu. Frá landnámi hefur þetta hrossakyn vaxið hér í einangrun, hert og kynbætt af náttúruvali með hjálp óblíðrar íslenskrar náttúru. Hesturinn er samofinn tilveru þjóðarinnar og hefur leikið stórt hlutverk í hugmyndaheimi hennar, tilveru og skáldskap. Í kvikmyndinni er einnig sagt frá ferð með Þórði bónda Halldórssyni á Laugalandi í Skjalfannadal. Hann er með ferðaþjónustuna Svaðilfara sem skipuleggur „gamaldags“ hestaferðir í kringum Drangjökul.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    52 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Ísaldarhesturinn
  • Alþjóðlegur titill
    The Ice Age Horse
  • Framleiðsluár
    2002
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • ????
    Reykjavík shorts & docs
  • ????
    Wildlife Europe - Verðlaun: Fyrstu verðlaun.
  • ????
    Matsalu-náttúrumyndahátíðin í Eistlandi - Verðlaun: 3. sæti í flokknum: Myndir um manninn og náttúruna.