Leitarskilyrði

79 af stöðinni
79 af stöðinni

79 af stöðinni

79 af stöðinni er byggð á samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, þar sem lýst er þjóðfélagslegum aðstæðum eftirstríðsáranna á Íslandi og hvernig sveitamanninum gengur að festa rætur í borginni.

Söguþráður

Í myndinni segir frá tregafullum kynnum Ragnars sem er nýfluttur á mölina til að starfa sem leigubílstjóri og hinnar dularfullu en óhamingjusömu borgarstúlku Gógó. Ragnar kynnist Guðríði Faxen, sem á mann á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Hún hefur mikil áhrif á Ragnar og með þeim takast heitar ástir. Sagan gerist laust eftir 1950 og lýsir meðal annars lífinu í Reykjavík á þessum tíma, félögum Ragnars á bílastöðinni og kynnum af bandaríska varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Frumsýnd: 12. október, 1962, Háskólabíó
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 81 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: 79 af stöðinni
 • Alþjóðlegur titill: Girl Gogo, The
 • Framleiðsluár: 1962
 • Framleiðslulönd: Ísland, Danmörk
 • IMDB: 79 af stöðinni
 • KMÍ styrkur: Nei
 • Byggt á : Skáldsögu
 • Titill upphafsverks: 79 af stöðinni
 • Upptökutækni: 35mm
 • Myndsnið: 1.66:1
 • Litur: Svarthvítur
 • Hljóð: Mono
 • Sýningarform og textar: DCP með enskum textum.

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • North Atlantic Film Days, 2018
 • Images from the Edge: Classic and Contempory Films from Iceland, Lincoln Center, New York, 2012

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland: RÚV, 1970
 • Ísland: RÚV, 1998

Útgáfur

 • Bergvík, 2007 - DVD
 • Reykholt, 1992 - VHS
 • Bergvík - VHS
 • Námsgagnastofnun - VHS

Þetta vefsvæði byggir á Eplica