English

Thor Vilhjálmsson

Thor Vilhjálmsson er nafn er ekki verður gengið framhjá þegar skoðuð er bókmenntasaga hérlendis. Thor fékkst við ritstörf allt frá árinu 1950 og var jafnvígur á flestar greinar bókmennta: skáldsögur, ljóðagerð, ævisagnaritun, ferðaþætti og greinaskrif. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skrif sín á löngum ferli og nægir þar að minna á Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs er honum hlotnuðust 1987 fyrir bók sína Grámosinn glóir. Þá var Thor einnig í forsvari fyrir ýmsum menningar- og listviðburðum hérlendis á umliðnum árum. Thor kom víða við á löngum ferli. Hann dvaldi langdvölum erlendis, jafnt við nám sem ritstörf og hafði frá ýmsu fróðlegu að segja.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    1. janúar, 1990
  • Lengd
    38 mín. 22 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Thor Vilhjálmsson
  • Alþjóðlegur titill
    Thor Vilhjálmsson
  • Framleiðsluár
    1989
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Upptökutækni
    Betacam
  • Litur

Fyrirtæki