Leitarskilyrði

Guð er til... og ástin
Guð er til... og ástin

Guð er til... og ástin

Íbúarnir í Fugley lifa einföldu og rólegu lífi í einangruðum heimi. En hvað gerist þegar fræg poppstjarna heimsækir eyjuna ásamt fylgdarliði? Tveir ólíkir heimar mætast og þegar upp er staðið er enginn samur.

Söguþráður

Afskekkt eyja þar sem mannlífið er einfalt, saklaust og einlægt verður fyrir innrás umheimsins í líki heimtufrekrar poppstjörnu, hjásvæfils hennar Nagla, ljósmyndarans Dússa og systurinnar Siggu, sem semur texta og lög en getur ekki sungið sjálf. Á eyjunni eru fimm nafngreindar persónur; vikapiltar hreppsins Palli og Maggi, Stína kærasta Palla sem afgreiðir á kaffihúsinu, oddvitinn og Brynhildur, drykkfelld, aðflutt og einfætt kennslukona.

Um myndina

  • Flokkur: Kvikmynd
  • Tegund: Drama, Gaman
  • Lengd: 73 mín.
  • Tungumál: Íslenska
  • Titill: Guð er til... og ástin
  • Alþjóðlegur titill: God exists, and so does love
  • Framleiðsluár: 1999
  • Framleiðslulönd: Ísland
  • KMÍ styrkur: Nei
  • Litur: Já

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki


Þetta vefsvæði byggir á Eplica