English

Rót

Um auðan þjóðveginn fýkur þornurtarknippi eins og í kúrekamyndunum. Tveir rótarar berja upp á í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum. Þar tilkynna þeir sveitavarginum að þeir séu komnir til að róta fyrir ball um kvöldið. Heimamenn koma af fjöllum en leggja sig alla fram við að koma öllu í kring. Ballið er auglýst, fólk flykkist að en hljómsveitin sést hvergi. Hún bíður rótaranna hinum megin á landinu – í Þingbrekku á Borgarfirði eystri.

Benni rótari (Guðmundur Ingi Þorvaldsson) gerir þarna mistök lífs síns. Með honum er Ingi (Friðrik Friðriksson) sem er nýgræðingur í rótarafaginu. Dreifbýlingarnir misskilja Reykjavíkurslangrið hans - kannski viljandi - og hann er eins og þorskur á þurru landi utan höfuðborgarinnar.

Húsvörðurinn í Lyngbrekku er Tóti (Ólafur Darri Ólafsson) og Magnea, stjórnsemin holdi klædd, er kona hans. Fleiri sveitavargar koma fyrir, meðal annars Hlölli, (Agnar Jón Egilsson) en hann dreymir um að fá að róta fyrir hljómsveitir að sunnan. Sjálfsmynd hans byggist þó upp á afar takmörkuðum samskiptum sem hann hefur átt við hið íslenska glyshyski.

Hin klaufalega, ósjálfstæða og einfalda Gurrý (Sjöfn Everts) er einnig á svæðinu, Sæunn (Edda Björg Eyjólfsdóttir) sem stjórnar vinstúlkum sínum með harðri hendi og útdeilir þeim veiðileyfum á aðkomumenn og Hulda (Linda Ásgeirsdóttir), stúlka í hjólastól.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Frumsýnd
    24. apríl, 1998
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Rót
  • Alþjóðlegur titill
    Rooties, The
  • Framleiðsluár
    1998
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur