English

Lifandi í Limbó

Árið 1993 fagnaði fólk um allan heim Oslóarfriðarsamkomulaginu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna sem vonir voru bundnar við að markaði upphaf nýrri og betri tíma fyrir ungt fólk í Austurlöndum nær.

Palestínsku börnin í myndinni, þau Wasim, Nisreen, Mostafa og Manal, lifðu, léku sér og létu sig dreyma í Shatilabúðunum í Beirút. Þau eru af þriðju kynslóð palestínskra flóttamanna sem elst upp í Líbanon síðan 1948 þegar fjölskyldur þeirra voru hraktar burt af heimilum sínum í Palestínu.

Líbanski drengurinn, Hussein, bjó rétt utan við hernám Ísraelsmanna í Suður-Líbanon og hann segir frá því hversu erfitt var að sækja skóla vegna sprengjuárása Ísraelsmanna á heimkynni hans. Hann segist gjarnan vilja eiga heima þar sem engar sprengjur falla.

Árin 1999, 2000 og 2002 leituðu kvikmyndagerðarkonurnar þetta unga fólk aftur uppi þegar það var að nálgast fullorðinsaldur. Það var enn í Líbanon. Palestínumennirnir eygja enn von um að komast heim því að ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 194 tryggir þeim rétt til að snúa aftur til heimalands síns. Í Suður-Líbanon sýnir Hussein hvaða efnahagslegu áhrif meira en tveggja áratuga herseta Ísraelsmanna hafði á svæðið.

Unga fólkið í myndinni talar um kærustur, kærasta og framtíðardrauma sína eins og krakkar gera alls staðar. En sagan og pólitíkin gera þeim erfitt fyrir og óvíst er hvort draumarnir rætast.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2007
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnenfd sem heimildarmynd ársins
  • 2004
    Reykjavík Shorts & Docs