Leitarskilyrði

Steinbarn
Steinbarn

Steinbarn

Steinbarn fjallar um unga konu sem nýlega hefur lokið kvikmyndanámi í Englandi. Erlend sjónvarpsstöð hefur falið henni það verkefni að vinna handrit að mynd um skipsstrand sem átti sér stað við norðurstrendur Íslands fyrir um það bil fjörutíu árum.

Söguþráður

Konan kemur til landsins og heldur þegar á söguslóðirnar til að vinna að verkefni sínu. Hún kemur þó fyrst við hjá eiginmanni sínum og tekur dóttur þeirra litlu með sér norður. Þær mæðgur halda síðan á þær slóðir er skipskaðinn varð, fjörutíu árum áður. Þar komast þær í kynni við gamlan einsetumann er sinnir vitavörslu skammt frá strandstaðnum og kemur á daginn að hann var sjónarvottur að atburðunum á sínum tíma. Einnig hafði hann tekið þátt í björgun þeirra örfáu skipverja er af komust. Handritshöfundurinn tekur gamla manninnn tali og fær hjá honum ýmsar upplýsingar um rás viðburða. En önnur saga, ekki síður sorgleg, kemur einnig á daginn í spjalli þeirra og hrífur hún hina aðkomnu enn frekar en hið upphaflega verkefni.

Um myndina

 • Flokkur: Leikið sjónvarpsefni
 • Frumsýnd: 1. janúar, 1990
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 90 mín.
 • Tungumál: Íslenska
 • Titill: Steinbarn
 • Alþjóðlegur titill: Story of a Child
 • Framleiðsluár: 1989
 • Framleiðslulönd: Ísland
 • Frumsýningarstöð: RÚV
 • KMÍ styrkur: Nei
 • Litur: Já

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

 • Framleiðslufyrirtæki: RÚV

Þetta vefsvæði byggir á Eplica