English

Tala úr sér vitið

Tala úr sér vitið er háðsk mynd í stíl heimildamynda, um sístækkandi hóp þeirra sem reyna að hafa fé út úr heilbrigðiskerfinu. Söguhetjan, Jónatan Harðarson, kennir farsímum um allt sem miður hefur farið í lífi hans. Í fyrstu virðist Jónatan hafa talsvert til síns máls, en svo taka stoðirnar undir röksemdum hans að gefa sig. Getur verið að sannleikskorn felist í sögu Jónatans? Eru farsímar raunverulega hættulegir eða er slíkt tal á misskilningi byggt?