English

Það kom svolítið rafmagn

Bjarni Runólfsson og fleiri rafstöðvasmiðir í Vestur-Skaftafellssýslu raflýstu tvöhundruð og þrettán sveitaheimili á fimmtíu ára tímabili. Uppsett afl þessara stöðva var tvö megavött, sem er um fjórðungur þess sem Mjólkárvirkjun í Arnarfirði framleiðir. Bjarni í Hólmi var sjálfmenntaður smiður og rafvirki og hráefnið sem hann notaði í virkjanirnar var fengið úr ströndum á Meðallandssandi. Meðal nánustu samstarfsmanna Bjarna voru þeir bræður frá Svínadal í Skaftártungu, Sigurjón og Eiríkur Björnssynir.

Skaftfellingar voru frumkvöðlar í raftækni á Íslandi og fóru í alla landsfjórðunga til að koma upp rafstöðvum. Fjölmargar þessara stöðva ganga enn, svo sem stöðin á Seljalandi í Fljótshverfi, sem reist var af Sigfúsi Vigfússyni á Geirlandi. Í heimildamyndinni segir frá því þegar rafstöðvarsmiðirnir „litu á lækinn“, eins og þeir orðuðu það af sinni skaftfellsku hógværð, og stóðu að lokum uppi með á þriðja hundrað raflýst sveitaheimili um land allt.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    28 mín. 55 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Það kom svolítið rafmagn
  • Alþjóðlegur titill
    Electrical Farmer, The
  • Framleiðsluár
    1999
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1999