English

Úr öskunni í eldinn

Hjartahreinn hreinsitæknir (götusópari) hjá Reykjavíkurborg finnur meðvitundarlausa stúlku í ruslahrúgu á bakvið skemmtistað í miðborginni og fer með hana heim og hlúir að henni. Hún reynist flækt í glæpamál og hinn geðprúði sópari reynist betri en enginn við að hjálpa henni að losna úr klóm útfararsveinsins og glæpahundsins Barkar yngri Barkarsonar. Glæpastarfsemi hans og föður hans felst í þeirri iðju að selja sömu líkkistuna aftur og aftur og stúlkan hefur undir höndum myndir af athæfi þeirra. Sóparinn aftur á móti býr með drykkfelldri móður sinni og dýrkar Hauk Morthens með slíkum tilþrifum að Haukur er honum sannkallaður Haukur í horni þegar mest á ríður.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Frumsýnd
    6. febrúar, 2000
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Úr öskunni í eldinn
  • Alþjóðlegur titill
    Úr öskunni í eldinn
  • Framleiðsluár
    2000
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Þátttaka á hátíðum

  • 2000
    Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir leikstjórn ársins (Óskar Jónasson) og sjónvarpsverk ársins.