Leitarskilyrði

No Such Thing
No Such Thing

No Such Thing

Rétt fyrir utan íslenskan smábæ býr geðstirt og drykkfellt íslenskt skrímsli sem er búið að fá algjört ógeð á mönnunum og öllum þeirra afurðum. Hver sem nálgast skrímslið setur líf sitt í hættu. Þegar bandarískt sjónvarpsfréttafólk hverfur við vinnslu fréttar um skrímslið, sendir sjónvarpsstöðin unga konu á staðinn til að reyna að klára fréttina. Stúlkan vingast við skrímslið og verður fljótt hans eina von til að enda þjáningar sínar.

Söguþráður

No Such Thing er kaldhæðin og gagnrýnin grínmynd um nútímaþjóðfélag, gegnsýrt af skyndiánægju þar sem aðaláhugamálin eru fréttir af öðrum. Myndin gerist að stórum hluta á Íslandi og var að miklu leyti tekin upp með íslensku kvikmyndargerðarfólki og leikurum. Á bak við framleiðsluna standa Friðrik Þór Friðriksson og Francis Ford Coppola.

Um myndina

 • Flokkur: Kvikmynd
 • Tegund: Drama
 • Lengd: 102 mín.
 • Tungumál: Enska, Íslenska
 • Titill: No Such Thing
 • Alþjóðlegur titill: No Such Thing
 • Framleiðsluár: 2001
 • Framleiðslulönd: Ísland, Bandaríkin
 • IMDB: No Such Thing
 • KMÍ styrkur: Já
 • Myndsnið: 1.85:1
 • Litur: Já
 • Hljóð: Dolby Digital

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki


Þetta vefsvæði byggir á Eplica