English

Proximitas

Proximitas gerist bæði á Íslandi og Indlandi, sitt hvorum megin á jarðkringlunni. Hún hefst á smávægilegum átökum á milli Íslendinga og „nýbúa“ af austurlenskum stofni. Síðan flakkar hún um, óháð tíma og hefðbundinni framvindu, á milli manna og staða. Bæði óþekktir sem kunnir Íslendingar koma við sögu, líkt og trillukarl, fyrrum prestfrú á Kvennabrekku; Þráinn Bertelsson er með forvitnilegar vangaveltur um til hvers hann ætlast til af tilverunni; Gunnar Dal, heimspekingur og Indíafari bregður upp örbrotum af kynnum sínum af landi og þjóð.

Ólafur dvaldi meðal níðfátækra Indverja sem eiga sameiginlega baráttu fyrir daglegu brauði. Hann tók hús á þeim lægst launuðu í þjóðfélaginu, „rickshaw“-ökumönnum og fiskmönnum, „hinum ósnertanlegu“, stéttleysingjum, hinum aumustu allra aura sem skrimta á betli í þessu víðfema og margklofna ríki. Þessir stóru þjóðfélagshópar búa við slíkan sult og seyru og algjört öryggsleysi að sjón er sögu ríkari. Þeir eru þarna, en yfirvöld hunsa þá fullkomlega að öðru leyti en því að þau brjóta linnulaust ofan af þeim kofaræksnin. Aðrir eiga ekki einu sinni „stað til að pissa á“, svo notuð séu orð eins viðmælanda Ólafs.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    11. febrúar, 2004, Háskólabíó
  • Lengd
    73 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska
  • Titill
    Proximitas
  • Alþjóðlegur titill
    Proximitas
  • Framleiðsluár
    2004
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki